Setberg 60 ára

21.11.2012

Setberg gaf Barnaspítala Hringsins 100 bókatitla og eina milljón króna.

Setberg afhenti Barnaspítala Hringsins að gjöf 100 titla barnabóka sem munu gleðja unga lesendur á sjúkrahúsinu og hins vegar peningagjöf að fjárhæð ein milljón króna sem verður notuð til þess að kaupa nauðsynlegan tækjabúnað. Tilefni gjafanna er 60 ára afmæli bókaútgáfunnar.

 

Setberg hefur starfað frá árinu 1952 og er ein elsta bókaútgáfa landsins. Hún hefur verið rekin af Arnbirni Kristinssyni samfellt í 60 ár. Setberg er í eigu Arnbjörns og eiginkonu hans, Ragnhildar Björnsson.  Þau afhentu gjöfina á leikstofu Barnaspítala Hringsins fimmtudaginn 1. nóvember 2012.

 

Fyrstu 50 árin gaf Setberg út allskonar bækur; matreiðslubækur, barnabækur, ævisögur og þýddar bókmenntir. Á síðustu 15 árum hefur Setberg helgað sig eingöngu útgáfu barnabóka.

Alls hefur Setberg gefið út 950 bókatitla.

Lesa meira

Uppáhalds bækurnar okkar

Dýrin í sveitinni - snertið og finnið

Dúkkulísur - Töfrandi álfadísir

Dýrin leitum og finnum

Farartæki - snertið og finnið

Flóðhestur í fótbolta - glitrandi

Dúkkulísur - Blómaprinsessur

Bleika bókin mín

Ys og þys í Erilborg - Richard Scarry

Í sveitinni - snertið og finnið

Bláa bókin mín

Hvolpar og kettlingar - snertið og finnið