Setberg - bókaútgáfa í 70 ár
Bókaútgáfan Setberg var stofnuð árið 1952 en þess má reyndar geta að fyrsta bókin var gefin út árið 1950. Arnbjörn Kristinsson var framkvæmdarstjóri Setbergs frá upphafi og fram til ársins 2013. Ég, Ásdís Arnbjörnsdóttir, tók þá við rekstri Setbergs sem hefur alla tið verið fjölskyldufyrirtæki. Sú hefð heldur áfram.
Fyrstu áratugina voru gefnar út alls kyns bækur: ævisögur, barnabækur, matreiðslubækur og ekki síst þýddar bókmenntir að
meðaltali 15 titlar á ári. En fyrir 15 árum var ákveðið að snúa sér eingöngu að útgáfu barnabóka, yfirleitt 20 barnabókatitla
árlega.
Setberg á góðan viðskiptaferil að baki og okkar velgengni er mest ykkur að þakka. Kæru krakkar, pabbar, mömmur, afar
og ömmur, bestu þakkir fyrir ánægulega samvinnu.
Við munum halda áfram að gefa út fræðandi og skemmtilegar barnabækur.
Kveðja
Ásdís Arnbjörnsdóttir
Bókaútgefandi