Ómar frá hörpu Hallgríms

Úrval úr Passíusálmum.Sigurbjörn Einarsson valdi.
 
Passíusálmar Hallgríms Péturssonar hafa í þrjár aldir verið nákomnari Íslendingum en aðrar bækur. Enginn komst svo til máls, að hann ætti ekki vers úr þeim á vörum sér. Hvar sem vakað var við banabeð eða látinn kvaddur voru þeir til stuðnings og huggunar. Spakyrði sálmanna, hnitmiðuð, tær, óvefengjanlega gild, voru vitsmunaleg nautn og næring samviskunni.
 
Fram á voru daga hefur hver maður hér á landi átt sitt úrval Hallgrímssálma í huganum.
 
Það efni, sem hefur fengið rúm í þessu kveri, mun ekki vera fjarri því að samsvara nokkurn veginn því úrvali, sem til skamms tíma mátti ætla að flestir ættu í minni sér, hugfast og tiltæk.
 
Það er gefið út í þeirri von, að íslensk hugsun, tunga og trú auðgist áfram af náinni samfylgd þjóðarinnar með Hallgrími.
 
96 blaðsíðna bók í snyrtilegu broti. 
590 kr
Staða: Til á lager

Tengdar bækur

#

Ómar frá hörpu Davíðs

Uppáhalds bækurnar okkar

Bleika bókin mín

Ys og þys í Erilborg - Richard Scarry

Í sveitinni - snertið og finnið

Dýrin í sveitinni - snertið og finnið

Farartæki - snertið og finnið

Dýrin leitum og finnum

Dúkkulísur - Blómaprinsessur

Bláa bókin mín

Flóðhestur í fótbolta - glitrandi

Dúkkulísur - Töfrandi álfadísir

Hvolpar og kettlingar - snertið og finnið