





Pakkatilboð – Pamela Butchart
6.980kr. 5.900kr.
Fáðu báðar bækurnar um Lísu og gengið hennar á sérstöku pakkatilboði.
Bókaserían um Lísu og gengið hennar eftir verðlaunhöfundinn Pamelu Butchart. Sprenghlægilegar bækur sem halda ungum prökkurum spenntum yfir lestrinum þar sem Lísa og gengið hennar lenda oftar en ekki í stórfurðulegum atburðum.
Njósnarinn sem elskaði skólamat
Lísa er mjög ánægð með að hafa verið fengin til að sjá um nýju stelpuna í skólanum. Mathilde er frönsk og Lísa og vinir hennar geta ekki beðið eftir að sýna henni grenið sitt og fiðrildið þar og hjálpa henni að forðast skólamat (sem er stundum kallaður EITUR). En Mathilde ELSKAR skólamatinn og fær sér meira að segja ÁBÓT!
Þannig komast þau að því að Mathilde er NJÓSNARI og er komin til að grafast fyrir um LEYNDARMÁLIN þeirra. Þau verða að stöðva hana áður en það verður OF SEINT!!!
Geimverubörnin tóku kennarann minn
Lísa og vinir hennar verða mjög hissa þegar fröken Jóna byrjar að vera góð við þau. Þetta er jú kennarinn sem brosti á laun þegar Magna Möller datt af stólnum sínum einu sinni. Og svo birtist tuskubangsi á borðinu hennar, og það stendur „Þú ert frábær“ á bumbunni á honum. Fröken Jóna er ekki bangsamanneskja. Hún er frekar manneskja sem hatar hvolpa og finnst kettlingar ljótir.
Og þá átta þau sig á því – fröken Jóna er á valdi geimvera. Og nú er hún að reyna að breyta þeim öllum í geimverur líka.
FORÐIÐ YKKUR!
Availability: 7 in stock
- Útgáfuár: 2023
- Stærð: 13,5 x 20,5
- Blaðsíðutal: 166 og 250
- Tegund: Léttlestrarbækur
- Aldursflokkur: 5-10+
Reviews
There are no reviews yet.