Skilmálar
Setberg ehf. (www.setberg.is) afgreiðir pöntun þegar greiðsla hefur borist fyrir það sem pantað var. Strax og greiðsla berst sendum við þér staðfestingu í tölvupósti.
Afhending
Þær bækur sem þú pantar á vefnum eru sendar til þín með Póstinum ef þú býrð utan höfuðborgarsvæðisins. Ef þú pantar hjá okkur fyrir kl. 12.00 á virkum dögum, sendum við pakkann samdægurs til Póstsins, sem keyrir hann út næsta virka dag á eftir og ætti að jafnaði að berast 2-3 virkum dögum eftir pöntun. Einnig geturðu sótt bækurnar til okkar í Akralind 2, 201 Kópavogi alla virka daga samkvæmt samkomulagi þar sem pakkinn verður á nafni þess sem pantaði. Það getur komið fyrir að bækur séu tímabundið uppseldar og ef svo er látum við þig vita með tölvupósti.
Sendingarkostnaður
Frí heimsending um land allt gildir fyrir pantanir sem eru yfir 6.000 kr.
Greiðslur og öryggi við pantanir
Hægt er að greiða pantanir með greiðslukorti. Öll vinnsla kreditkortanúmera á netinu er dulkóðuð svo að öryggi kaupenda sé tryggt. Allar viðkvæmar upplýsingar, s.s. kreditkortanúmer, sem gefnar eru upp við pöntun á Setbergs-vefnum eru dulkóðaðar áður en þær eru sendar til okkar, til að tryggja að óviðkomandi aðilar geta ekki komist yfir upplýsingarnar.
Verð
Öll verð í netbúðinni okkar eru með virðisaukaskatti. Vinsamlegast athugaðu að verðið á netversluninni getur breyst án fyrirvara og að öll verð eru birt með fyrirvara um myndabrengl eða prentvillur.
Skilaréttur
Við hjá Setberg viljum að þú sért ánægður með það sem þú verslar hjá okkur og ef ekki, þá getirðu skilað því sem þú keyptir og fengið endurgreitt innan 30 daga. Skilaréttur tekur ekki til útsöluvöru. Til þess að við getum endurgreitt þér þarftu að skila vörunni óskemmdri og í upprunalegu útliti (upprunalegum umbúðum) og láta kvittun fylgja með. Þú getur sent okkur bækurnar í pósti eða komið til okkar í Akralind 2, 201 Kópavogi samkvæmt samkomulagi. Þó er sendingarkostnaður ekki endurgreiddur nema um galla sé að ræða. Að öðru leyti vísast til laga um húsgöngu- og fjarsölusamninga nr. 46/2000 og laga um neytendakaup nr. 48/2003.
Trúnaður og persónuupplýsingar
Fullum trúnaði er heitið vegna persónuupplýsinga. Við leggjum áherslu á að varðveita upplýsingar þínar á öruggan hátt.