Um Setberg

Bókaútgáfan Setberg var stofnuð árið 1952 en þess má reyndar geta að fyrsta bókin var gefin út árið 1950.

Fyrstu áratugina voru gefnar út alls kyns bækur: ævisögur, barnabækur, matreiðslubækur og ekki síst þýddar bókmenntir að
meðaltali 15 titlar á ári. En fyrir 15 árum var ákveðið að snúa sér eingöngu að útgáfu barnabóka, yfirleitt 20 barnabókatitla
árlega.